Laufásprestakall

 

Rebbi í sunnudagaskólanum

Sunnudagaskólinn byrjar aftur eftir sumarið og Rebbi er ferlega spenntur, svo spenntur að hann æddi út í Laufáskirkju áðan. Sunnudagaskólar verða sunnudaginn 18. september kl. 11 í Svalbarðskirkju og kl. 13 í Grenivíkurkirkju.  Hjalti Már verður með gítarinn í Svalbarðskirkju og Hjalti Jóns verður með gítarinn í Grenivíkurkirkju.  Söngur, saga, Rebbi, djús og dund.  Sunnudagaskólar fram að jólum verða 16. okt. 20. nóv. og 18. des. Sjáumst hress í sunnudagaskólanum!

Bolli Pétur Bollason, 13/9 2016

Þönglabakkamessa 2016

Þönglabakkamessa Þorgeirsfirði verður haldin 24. júlí kl. 14.00.  Hægt verður að keyra á 4×4 jeppum (fólk fer á sínum bílum eða finnur sér far) að Tindriðastöðum Hvalvatnsfirði (gefa sér 90 mín. í aksturinn) og þaðan er gengið yfir í Þorgeirsfjörð (c.a. 60 mín. ganga). Báturinn Knörrinn siglir frá Grenivík kl. 10.00 (2-3 klst. sigling) fyrir Gjögurtá og í Þorgeirsfjörð. Björgunarsveitir Grenivík og Hrísey ferja í land á Zodiac bátum. Siglingin kostar 8000kr. fyrir fullorðinn, 4000kr. fyrir 6-15 ára.  Aldrei að vita nema hvalir láti sjá sig á leiðinni;)  Til að panta siglingu þarf að senda á netfang Laufássklerks bolli.petur.bollason@gmail.com eða á Norðursiglingu begga@northsailing.is  Við messuna syngur söngvaskáldið Svavar Knútur m.a. Næturljóð úr Fjörðum. Hjónin og prestarnir sr. Bolli Pétur Bollason og Sr. Sunna Dóra Möller þjóna og prédika saman. Kleinukaffi verður á boðstólnum eftir stund og jafnvel fjarðasögur sagðar. Verið öll velkomin og megi frelsarinn svo gefa veðrið blítt!!

Bolli Pétur Bollason, 15/7 2016

Sumarkirkjan á Illugastöðum Fnjóskadal

Fjölskylduvænar helgistundir verða í Illugastaðakirkju Fnjóskadal hvert þriðjudagskvöld kl. 20.00 í sumar fram til 8. ágúst.  Tilvalið fyrir gesti staðarins, sóknarfólk og þau öll sem eru á ferð í fögrum dal þar sem birkihríslan grær í Vaglaskógi.  Verið velkomin!

Bolli Pétur Bollason, 27/6 2016

Bryggjumessa Grenivík kl. 10.30

Sjómannadagshátíð verður á Grenivík laugardaginn 4. júní.  Messað verður á bryggjunni kl. 10.30 og athugið breytta tímasetningu sem miðast nokkuð við siglingu. Valmar Valjaots leikur á harmonikku og stýrir kirkjukór og söng.  Að þjónustu koma sömuleiðis Aðalheiður Jóhannsdóttir og Þórður Jakobsson.  Að lokinni stund á bryggju verður haldið upp í kirkjugarð að minnisvarða látinna sjómanna. Verið velkomin og gleðilega hátíð allir sjómenn og fjölskyldur!

Bolli Pétur Bollason, 31/5 2016

Séra og Sáli í Svalbarðskirkju

Sunnudagskvöldið 29. maí kl. 20.00 verður dagskrá í Svalbarðskirkju. Þá mun sr. Bolli flytja fáeinar kveikjur úr samnefndri bók sinni og sálfræðingurinn Hjalti Jónsson leika lög og syngja sem ríma við. Allt er þetta jú gert til að efla andann og kæta geð og vekja huga fyrir ýmsum þeim málefnum er snerta líf og líðandi stund. Myndum úr bókinni eftir Völund Jónsson verður varpað á tjald og tengingar tjáðar í orðum. Þessi kvölddagskrá er fyrir unga sem aldna og allir sannarlega velkomnir!  Aðgangur ókeypis!! Sjáumst hjá Séra og Sála!!!

Bolli Pétur Bollason, 19/5 2016

Fermingarmessa á hvítasunnu

Fermingarmessa verður í Grenivíkurkirkju á hvítasunnudag kl. 11.00.  Fermd verða: Embla Björk Jónsdóttir, Friðfinnur Már Þrastarson, og Rebekka Sól Jóhannsdóttir.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur. Gengið verður að borði Drottins.  Verið öll hjartanlega velkomin og gleðilega hvítasunnuhátíð!

Bolli Pétur Bollason, 11/5 2016

Barnahátíð í Laufási 8. maí

Hóhó og hæhæ!  Uppskeruhátíð barnastarfsins verður á mæðradaginn 8. maí í Laufási og hefst kl. 14.00 í Laufáskirkju. Þar verður Hjalti Jónsson með gítarinn og Rebbi refur með sinn ærslafulla sunnudagaskólasöng.  Svo ætla allir krakkar að lyfta sér á kreik og hoppa í Legohoppukastala við prestssetrið og fá sér síðan grillaðar pylsur og Svala. Nýfædd lömb mun jarma í fjárhúsunum og við ætlum að jarma á móti lagið „Lóan er komin.”  Sjáumst í banastuði á barnahátíð í Laufási!  Og til hamingju þá með daginn allar mömmur!!

Bolli Pétur Bollason, 27/4 2016

Páskadagskrá í Laufásprestakalli

 

Páskadagskrá í Laufásprestakalli:

Pálmasunnudagur 20. mars.
Páskasunnudagaskóli í Svalbarðskirkju kl. 11 og í Grenivíkurkirkju kl. 13.  Páskaeggjaleit!!

Föstudagurinn langi 25. mars.
Föstuganga í Laufás.
Frá Svalbarðskirkju kl. 11
Frá Végeirsstöðum í Fnjóskadal kl. 11
Frá Grenivíkurkirkju kl. 12
Björgunarsveitir á vaktinni.
Súpa við komu í Laufási gegn vægu gjaldi.
Tónleikar í boði í Laufáskirkju kl. 14.30. Snorri Guðvarðsson og Krossbandið.

Páskadagur 27. mars
Hátíðarguðsþjónusta í Grenivíkurkirkju kl. 8 með fermingu.
Hátíðarguðsþjónusta í Svalbarðskirkju kl. 11
Hátíðarguðsþjónusta í Þorgeirskirkju kl. 14
Hátíðarguðsþjónusta í Lundarbrekkukirkju kl. 16
Hátíðarguðsþjónusta í Hálskirkju kl. 20

Guð gefi ykkur öllum gleðilega páskahátíð!  Kristur er upprisinn, Kristur er sannarlega upprisinn!!

 

Bolli Pétur Bollason, 14/3 2016

Sunnudagaskólar 28. febrúar

Hallgrímur Pétursson er oft með í sunnudagaskólanum sérstaklega í bænum sínum. Sunnudagaskólar verða haldnir 28. febrúar kl. 11 í Svalbarðskirkju og kl. 13 í Grenivíkurkirkju.  Saga, söngur, brúður, mynd, djús og dund eftir stund. Sjáumst í sunnudagaskólanum!

Bolli Pétur Bollason, 26/2 2016

Kyrrðarstund í Þorgeirskirkju

Kyrrðarstund verður í Þorgeirskirkju þriðjudagskvöldið 16. febrúar kl. 20.30.  Eftir þorrablótin súrsætu er gott að koma saman og ígrunda freistingar í Jesú nafni.  Notaleg stund, hugleiðing, kertaljós, bænir, kaffispjall á eftir.  Verið velkomin!  „Ef þú ert sonur Guðs þá bjóð þú að steinar þessir verði að brauðum.” (Matteus 4. kafli)

Bolli Pétur Bollason, 13/2 2016

Sóknarprestur:
Bolli Pétur Bollason
Sími: 463-3106/864-5372
bolli.petur.bollason@gmail.com
Viðtalstímar eftir samkomulagi

 

Laufás. Sími 8645372 · Kerfi RSS