Laufásprestakall

 

Jólahelgihald í Laufásprestakalli

Sunnudagur 18. desember
Jólasunnudagaskóli í Svalbarðskirkju kl. 11.00
Jólasunnudagaskóli í Grenivíkurkirkju kl. 13.00

Aðfangadagur 24. desember
Aftansöngur í Svalbarðskirkju kl. 16.00
Aftansöngur í Grenivíkurkirkju kl. 18.00

Jóladagur 25. desember
Hátíðarguðsþjónusta í Lundarbrekkukirkju kl. 13.00
Hátíðarguðsþjónusta í Þorgeirskirkju kl. 15.00
Hátíðarguðsþjónusta í Hálskirkju kl. 17.00

Annar í jólum 26. desember
Hátíðarguðsþjónusta í Laufáskirkju kl. 14.00
Hátíðarguðsþjónusta í Þorgeirskirkju kl. 16.00 ef guðsþjónustur í Þingeyjarsveit falla niður á jóladag!!

Gamlársdagur 31. desember
Aftansöngur í Grenivíkurkirkju kl. 17.00

Sunnudagur 8. janúar 2017
Nýársguðsþjónusta í Draflastaðakirkju kl. 14.00

Bolli Pétur Bollason, 12/12 2016

Aðventudagskrá í Laufásprestakalli

1. desember kl. 20.00  Aðventukvöld í Svalbarðskirkju.
3. desember kl. 20.00  Aðventukvöld í Þorgeirskirkju
4. desember kl. 13.30 Aðventustund í Laufáskirkju við upphaf aðventustarfsdags.
4. desember kl. 16.00  Aðventustund á Grenilundi
4. desember kl. 17.00  Aðventustund í Grenivíkurkirkju

Gleðilega aðventu!!

Bolli Pétur Bollason, 29/11 2016

Sunnudagaskólar 27. nóvember

Sunnudagaskólar verða haldnir í Svalbarðskirkju kl. 11.00 og Grenilundi Grenivík kl. 14.00 þann 27. nóvember árið 2016. Þetta er 1. sunnudagur í aðventu og því verður tendrað ljós á fyrsta kerti aðventukranssins sem heitir Spádómskertið. Söngur, saga, Rebbi og Hjalti Strandamaður með gítarinn í Svalbarðskirkju og Björn Rúnar Þórðarson með gítarinn á Grenilundi.  Takið eftir að sunnudagaskólinn á Grenivík ætlar að heimsækja heimilisfólk á Grenilundi og syngja með því Daginn í dag og takið eftir að þar hefst sunnudagaskólinn kl. 14.00.  Verið öll hjartanlega velkomin!!

Bolli Pétur Bollason, 22/11 2016

Gospelmessa í Þorgeirskirkju

Gospelmessa verður haldin í Þorgeirskirkju sunnudagskvöldið 20. nóvember kl. 20.00.  Gospelkór Akureyrar syngur við messuna undir stjórn Heimis Ingimarssonar.  Um er að ræða messu á vegum Háls-Ljósavatns-og Lundarbrekkusókna.  Fermingarbörn sérstaklega hvött til að mæta með fjölskyldum.  Söfnuður í syngjandi sveiflu og svo náttúrlega Oh Happy Day:)  Verið hjartanlega velkomin!

Bolli Pétur Bollason, 8/11 2016

Rebbi og týndi sauðurinn í sunnudagaskólanum 16. okt.

Rebbi mun mæta í sunnudagaskóla á sunnudaginn 16. október kl. 11 í Svalbarðskirkju og kl. 13 í Grenivíkurkirkju.  Rebbi gefur góð sunnudagaskólaráð og verður prúður og stilltur aldrei þessu vant.  Hann mun hlýða á biblíusögu, syngja Daginn í dag, fá biblíumynd o.fl.  Verið velkomin að hitta Rebba í sunnudagaskólaskapi!!

Bolli Pétur Bollason, 13/10 2016

Kirkjurebbi í Þingeyjarsveit

Rebbi kirkjurefur vísiterar Þingeyjarsveit laugardaginn 15. október. Hann verður með í kirkjuskóla í Lundarbrekkukirkju kl.14.00 og í Þorgeirskirkju kl. 16.00 (ath. breytta tímasetningu í Þorgeirskirkju). Hann ætlar að ærslast en getur líka vel verið prúður og stilltur. Þá vill hann fylgjast með Nebbanú og heyra biblíusögu auk þess sem hann kann vel að meta brúðuleikritin fjörugu, þar er hann einmitt sjálfur í essinu sínu eða frekar errinu. Hann er spenntur að hitta unga sem aldna! Sjáumst í kirkjuskóla með kirkjurebba ref!!

Bolli Pétur Bollason, 12/10 2016

Haustmessa í Þorgeirskirkju

Haustmessa svokölluð verður í Þorgeirskirkju við Ljósavatn sunnudaginn 9. október kl. 14.00.  Haustmessa þessi er sameiginleg messa fyrir Háls-Ljósavatns-og Lundarbrekkusóknir.  Kirkjukórar syngja saman undir stjórn Valmars Valjaots. Þarna verða sungnir barnasálmar einvörðungu og við þökkum fyrir gott haust, góða uppskeru og biðjum góðan Guð um að gefa áframhaldandi bjarta og milda tíð. Gengið verður að borði Drottins.  Fermingarbörn eru hvött til að mæta með fjölskyldum sínum. Sjáumst í haustmessu!

Bolli Pétur Bollason, 5/10 2016

Messur í Svalbarðskirkju og Grenivíkurkirkju

Messur verða haldnar sunnudaginn 2. október kl. 11.00 í Svalbarðskirkju og kl. 14.00 í Grenivíkurkirkju.  Gengið verður að borði Drottins.  Kirkjukórar syngja undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur.  Fermingarbörn sérstaklega hvött til að mæta með fjölskyldum sínum!  Verið öll hjartanlega velkomin!!

Bolli Pétur Bollason, 26/9 2016

Rebbi í sunnudagaskólanum

Sunnudagaskólinn byrjar aftur eftir sumarið og Rebbi er ferlega spenntur, svo spenntur að hann æddi út í Laufáskirkju áðan. Sunnudagaskólar verða sunnudaginn 18. september kl. 11 í Svalbarðskirkju og kl. 13 í Grenivíkurkirkju.  Hjalti Már verður með gítarinn í Svalbarðskirkju og Hjalti Jóns verður með gítarinn í Grenivíkurkirkju.  Söngur, saga, Rebbi, djús og dund.  Sunnudagaskólar fram að jólum verða 16. okt. 20. nóv. og 18. des. Sjáumst hress í sunnudagaskólanum!

Bolli Pétur Bollason, 13/9 2016

Þönglabakkamessa 2016

Þönglabakkamessa Þorgeirsfirði verður haldin 24. júlí kl. 14.00.  Hægt verður að keyra á 4×4 jeppum (fólk fer á sínum bílum eða finnur sér far) að Tindriðastöðum Hvalvatnsfirði (gefa sér 90 mín. í aksturinn) og þaðan er gengið yfir í Þorgeirsfjörð (c.a. 60 mín. ganga). Báturinn Knörrinn siglir frá Grenivík kl. 10.00 (2-3 klst. sigling) fyrir Gjögurtá og í Þorgeirsfjörð. Björgunarsveitir Grenivík og Hrísey ferja í land á Zodiac bátum. Siglingin kostar 8000kr. fyrir fullorðinn, 4000kr. fyrir 6-15 ára.  Aldrei að vita nema hvalir láti sjá sig á leiðinni;)  Til að panta siglingu þarf að senda á netfang Laufássklerks bolli.petur.bollason@gmail.com eða á Norðursiglingu begga@northsailing.is  Við messuna syngur söngvaskáldið Svavar Knútur m.a. Næturljóð úr Fjörðum. Hjónin og prestarnir sr. Bolli Pétur Bollason og Sr. Sunna Dóra Möller þjóna og prédika saman. Kleinukaffi verður á boðstólnum eftir stund og jafnvel fjarðasögur sagðar. Verið öll velkomin og megi frelsarinn svo gefa veðrið blítt!!

Bolli Pétur Bollason, 15/7 2016

Sóknarprestur:
Bolli Pétur Bollason
Sími: 463-3106/864-5372
bolli.petur.bollason@gmail.com
Viðtalstímar eftir samkomulagi

 

Laufás. Sími 8645372 · Kerfi RSS